Bryan Ferry til Íslands - Aukatónleikum bætt við

Bryan Ferry til Íslands - Aukatónleikum bætt við
20. mars 2012 Goðsögnin Bryan Ferry, einn farsælasti dægurtónlistarmaður samtímans, kemur hingað til lands ásamt hljómsveit og heldur tónleika í Hörpu á hvítasunnudag 27. maí. Hér eru á ferð sannkallaðir stórtónleikar, þar sem á fjórða tug tónlistar- og tæknimanna eru með í för til að sjá um að bæði tónlist og sjónræni hluti tónleika-dagskrárinnar skili sér með þeim brag sem hæfir hljómleikum Bryan Ferry. Þetta verða jafnframt fyrstu tónleikar hans í ár og þeir fyrstu síðan hann lauk Olympia tónleikaferð sinni í London í desember í fyrra, sem samastóð af 50 tónleikum - þar sem uppselt var á hvern einasta konsert. Tónleikarnir í Reykjavík eru einstakt tækifæri til að sjá hann á tónleikum, því þetta eru einu tónleikarnir sem tilkynntir hafa verið með Bryan Ferry í ár. Tónleikarnir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.

Tilefnið er líka sérstakt: Tónleikar Bryan Ferry í Reykjavík marka upphaf alþjóðlegra Nelson Mandela daga á Íslandi, Nelson Mandela Days 2012, sem haldnir eru til heiðurs Mandela og hugsjónum hans. Tónleikarnir eru í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík, og eru á dagskrá hátíðarinnar sem haldin er dagana 18. maí - 3. júní. Fyrirhugaðir eru fleiri tónleikar síðar á árinu til vitundarvakningar og stuðnings mannúðarsjónarmiðum Mandela. Mandela Days Reykjavik 2012 eru haldnir í samvinnu við Nelson Mandela Foundation.

Á tónleikunum í Reykjavík mun Bryan Ferry leika lög úr ýmsum tímabilum ferils sins, bæði efni af sóló breiðskífum sínum sem og úr ferli sínum með Roxy Music. Dagskráin er að hluta til byggð á Olympia tónleikunum sem hann bauð upp á síðasta ári og fékk einróma lof gangrýnenda. Olympia tónleikaferðin var farin í kringum samnefndar breiðskífu sem kom út árið 2010 og hlaut glimrandi dóma; “Ferry’s finest in 30 years” (BBC), “Supernatural” (GQ), “Confident & remarkably fresh sounding” (Pitchfork), “An an elegant celebration of sexual tension” (Rolling Stone), “Ferry continue’s to smoulder” (Mojo), “A sensuous concoction … that has the luxurious timelessness of classic Ferry” (The Daily Telegraph), “It’s … vintage Ferry” (The Washington Post), “his most experimental deliriously Roxy-ish recordings in decades.” (FILTER), “One of Ferry’s best” (Q), “Olympia is the essence of Ferry (…) The coolest man in pop” (The Sunday Times).

Það er ljóst að tónleikar með Bryan Ferry eru mikið sjónarspil, enda engin smásmíð. Á fjórða tug tónlistar- og tæknimanna eru í för með Bryan til að sjá um að bæði tónlist og sjónræni hluti tónleikana skili sér með sem hætti og brag sem hæfir tónleikum Bryan Ferry. Bryan Ferry vandar valið með tónleikastaði sína. Farið var vel yfir húsakost tónleikana í Reykjavík áður en þeir voru samþykktir, en síðustu ár hefur hann mestmegnis leikið á flottum og oft á tíðum sjarmerandi tónleikastöðum; t.a.m. óperuhúsum og stærri leikhúsum. Á Olympia hljómleikaferðinni lék hann jafnframt í ráðhúshöll Warsaw, Akerhus virki við Ósló og Edinborgarkastala. Bryan hefur jafnframt vandað valið á tónlistarhátíðum undanfarin ár og m.a. komið fram á Bestival hátíðinni á Isle of Wight, Fuji Rock í Japan og Sonar í Barcelona.

Tónlistarferill Bryan Ferry spannar rúma fjóra áratugi. Hann hóf sólóferil sinn árið 1973, þá höfuðpaur hljómsveitarinnar Roxy Music. Bryan stofnaði Roxy Music árið 1970 með félaga sínum Graham Simpsons og síðar bættust Andy Mackay og Brian Eno í hópinn. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar samnefnd sveitinni kom út tveimur árum síðar og gaf af sér smellinn “Virgina Plain”. Komandi áratugi átti á næsta áratugi sendi sveitin frá sér klassískar breiðskífur og fleiri lög sem náðu vinsældum, m.a; “Jealous Guy” (John Lennon kóver), “More than this”, “The Space Between” og “Avalon”.

Bryan Ferry var og er aðal lagahöfundur og söngvari Roxy Music. Sveitin hefur staðarfað með hléum (1970-1975, 1979-1982) og hefur á síðasta áratug komið nokkrum sinnum saman til tónleikahalds. Nokkrir meðlimir Roxy Music hafa auk þess tekið þátt í ýmsum tónleikaferðum Bryan Ferry – m.a. Olympia tónleikaferðinni árið 2011. Þess á milli hefur Bryan Ferry sinnt sólóferli sínum sem gefið hefur af sér alls 13 breiðskífur, m.a. These Foolish Things (1973), Let’s Stick Together (1976), The Bride Stripped Bare (1978), Boys and Girls (1985), Béte Noire (1987), Dylanesque (2007, Bob Dylan lög) og Olympia (2010). Smellirnir eru ótal margir og má þar nefna “Let’s Stick Together”, “Slave to Love”, “Don’t Stop the Dance”, “The Right Stuff” og “Kiss & Tell”. Síðasta breiðskífa Bryan, Olympia, hefur að geyma fjögur smáskífulög; “You Can Dance”, “Shameless”, “Reason or Rhyme” og “Alpaville”.

Bryan Ferry hefur ekki aðeins haft áhrif á samtíð sína sem tónlistarmaður. Frá upphafi síns ferils hefur hann látið til sín taka innan tísku og hönnunar, sem m.a. má á plötuumslögum þeirra 31 breiðskífna sem hann og hefur gert sem sóló listamaður og með Roxy Music. Hann nýtur mikillar virðingar tískuheimsins og Kate Moss var ekki lengi að segja já þegar hann fór fram á við hana að sitja fyrir á hans síðasta plötualbúmi, Olympia. Bryan er af mörgum talin einn af mestu töffurum tónlistarsögunnar og hefur skapað sér stíl sem margir hafa sótt í og leikið eftir. Hann er eitt af íkonum tísku- og tónlistarheimsins sem H&M hefur leitað til nú í seinni tíma og var ásamt Mick Jacker og Jerry Hall andlit Holiday Collection línu þess í fyrra. Í nýlegri auglýsingu Sophia Coppola fyrir H&M Marni er notast við tónlist Bryans. Á afmæli Elísabetar II Bretlandsdrottningar þann 30. nóvember síðastliðinn var Bryan Ferry sæmdur Commander of the Most Excellent Order of the British Empire.


Miðasalan á tónleika Bryan Ferry í Hörpu, á hvítasunnudag 27. maí, hófst á hádegi 22. mars og er óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið framúrskarandi. Uppselt er á tónleikana og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við en þeir fara fram mánudaginn 28. maí (annar í hvítasunnu). Miðasala á aukatónleikana hefst 23. mars kl 11:00. Miðasala fer fram á harpa.is, midi.is, í miðasölu Hörpu og í síma 5285050.