Botnleðja snýr aftur

Botnleðja snýr aftur
26. mars 2012 Gaukurinn kynnir Uppvakningakvöld!, tónleikaröð þar sem gamlar sveitir rísa upp frá dauðum og stíga á svið í endurnýjun lífdaga. Eftir langar og strangar samningaviðræður í reykfylltum bakherbergjum er búið að yfirstíga hið ómögulega. Rokksynir Íslands, Botnleðja, munu loksins koma saman á ný eftir margra ára fjarveru og spila slagara sína á eigin tónleikum.

Í þetta eina skipti munu Hafnarfjarðar meistararnir ríða á vaðið með einstökum tónleikum enda hefur sveitin ekki spilað á eigin tónleikum í fjöldamörg ár. Botnleðju þarf vart að kynna enda ein vinsælasta rokksveit sem Ísland hefur alið af sér. Margverðlaunuð og gífurlega kraftmikil tónleikasveit. Þessi viðburður er á heimsmælikvarða og hvalreki fyrir tónlistarunnendur.

Sérstakir gestir sem síðar verða kynntir til leiks munu einnig koma fram. Forsala er hafin á miði.is