Viltu miða á tónleika Bryan Ferry?

Viltu miða á tónleika Bryan Ferry?
04. maí 2012 Goðsögnin Bryan Ferry, einn farsælasti dægurtónlistarmaður samtímans, kemur hingað til lands ásamt hljómsveit og heldur tónleika í Hörpu á hvítasunnudag 27. maí. og annan í hvítasunnu, 28. maí. Hér eru á ferð sannkallaðir stórtónleikar, þar sem á fjórða tug tónlistar- og tæknimanna eru með í för til að sjá um að bæði tónlist og sjónræni hluti tónleika-dagskrárinnar skili sér með þeim brag sem hæfir hljómleikum Bryan Ferry.

Í tilefni tónleikana bjóðum við 30% afslátt af öllu með Bryan Ferry og Roxy Music hér á Tónlist.is. Að auki ætlum við að gefa heppnum áskrifanda miða á tónleikana og það eina sem þarf að gera til að komast í pottinn er að skrá sig í fría prufuáskrift.

Tónleikarnir fara fram í Eldarborgarsal Hörpu og verða jafnframt fyrstu tónleikar hans í ár og þeir fyrstu síðan hann lauk Olympia tónleikaferð sinni í London í desember í fyrra, sem samastóð af 50 tónleikum - þar sem uppselt var á hvern einasta konsert. Tónleikarnir í Reykjavík eru einstakt tækifæri til að sjá hann á tónleikum, því þetta eru einu tónleikarnir sem tilkynntir hafa verið með Bryan Ferry í ár. Tónleikarnir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Nánar um tónleika og Bryan Ferry á heimasíðu Listahátíðar Reykjavíkur www.listahatid.is