TINY sendir frá sér 1000 Eyes

TINY sendir frá sér 1000 Eyes
15. maí 2012 Rapparinn TINY hefur sent frá sér sitt fyrsta lag sem nefnist 1000 Eyes en það verður að finna á hans fyrstu sólóplötu sem er væntanleg síðar á árinu. TINY ætti að vera tónlistaráhugafólki að góðu kunnur fyrir störf sín með hljómsveitinni Quarashi, sem var um árabil alvinsælasta hljómsveit Íslands. Það er þó fátt sem minnir á Quarashi í 1000 Eyes þó fyrrum Quarashi meðlimirnir Sölvi Blöndal og TINY leiði þar saman hesta sína að ógleymdri Þórunni Antoníu.

Lagið 1000 eyes er einnig það fyrsta sem kemur úr smiðju Sölva Blöndal í langan tíma en von er á meira efni frá honum undir vinnuheitinu Halleluwah þar sem fjölmargir innlendir sem erlendir listamenn koma við sögu. Fyrsta lagið er á lokastigi vinnslu og mun heyrast á allra næstu vikum.