Langar þig á Stórtónleika Hljómskálans?

Langar þig á Stórtónleika Hljómskálans?
29. maí 2012 Listahátíð í Reykjavík hefur fengið Hljómskálamenn til að blása til sérlegrar tónlistarveislu fyrir alla þjóðina með tilheyrandi pompi, prakt og húllumhæi. Fjölmargir þekktir, kunnir og jafnvel alræmdir tónlistarmenn koma fram á tónleikunum og flytja vinsæl lög sem urðu til í Hljómskálaþáttunum. Einnig koma fram fleiri pör sem skemmta munu gestum með nýjum lagasmíðum og óvæntum útsetningum á þjóðþekktum dægurlögum.

Við á Tónlist.is erum með nokkra miða á tónleikana og okkur langar að bjóða þér! Ef þú vilt eiga möguleika á miða þá er það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig í fría prufuáskrift og þú ert komin í pottinn.

Meðal fjölmargra stjarna sem saman taka lagið eru: Magnús Þór og Jónas Sigurðsson, sem eiga vinsælasta lag Rásar 2, Ragga Gísla og Lay Low, Unnsteinn úr Retro Stefsson og Björn Jörundur, Megas og Egill Sæbjörnsson syngja nýtt lag eftir Egil við texta Megasar, Ágústa Eva og Valdimar, og hinn finnski Jimi Tenor kemur fram með Hjálmum. Smellir sem meðal annars munu hljóma eru Ameríka, Ef ég gæti hugsana minna, Okkar eigin Osló, Frelsið e. Nýdönsk og tónlistarópusinn Í sælgætislandi sem verður fluttur í fullri lengd af Óttari Proppé, Ragnhildi Gísladóttur og fleiri.

Baggalútur, Memphismafían, Pálmi Gunnarsson Sigurður Guðmundsson, Bogomil Font og fleira skemmtilegt fólk mætir einnig í þessa stórveislu. Hljómskálmenn hafa einsett sér að koma sjálfum Hljómskálanum fyrir á sviði Eldborgar og eru smiðir í óða önn að reyna að leysa það verkefni. Ekki missa af þessu!

Í tilefni tónleikana er 30% afsláttur af öllum Hljómaskálalögunum hér á Tónlist.is