1860 og Ben Salter (AU) með tónleika á Rósenberg

1860 og Ben Salter (AU) með tónleika á Rósenberg
26. júní 2012 Hljómsveitin 1860 ásamt ástralska tónlistarmanninum Ben Salter munu halda tónleika á café Rósenberg fimmtudaginn 28. júní.

Ben Salter var meðlimur í ástralska 90's rokkbandinu Giants of Science en hefur á seinni árum verið að gefa út efni sem sólólistamaður. Ben Salter er hér á landi til að semja nýtt efni en mun einnig taka nokkra tónleika.

Hljómsveitin 1860 mun síðan flytja efni af væntanlegri breiðskífu í bland við efni af plötunni Sagan sem kom út síðasta haust en á henni má finna lög eins og Snæfellsnes, Orðsending að austan og For you, Forever. Lagið Go Forth sem er það fyrsta sem heyra má af væntanlegri breiðskífu hljómsveitarinnar er farið að óma á útvarpsstöðvum.

Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og er aðgagnseyrir 1500 krónur.