Frítt lag með Ómar Diðriks og Sveitasynum

Frítt lag með Ómar Diðriks og Sveitasynum
26. júní 2012 Ómar Diðriks og Sveitasynir hafa sent frá sér plötuna Þá áttu líf en sveitin var stofnuð í júlí 2009 og spilar kantrískotna alþýðutónlist. Mikil áhersla er lögð á texta í tónlist sveitarinnar og þar fer fremstur í flokki ljóða og lagahöfundurinn Ómar Diðriksson söngvari. Aðrir meðlimir sveitasona eru Rúnar þór Guðmundsson spilar á kassagítar, slagverk, Dobro, trommur og syngur. Halldór Halldórsson spilar á kassabassa og syngur. Guðmundur Eiríksson spilar á hljómborð og syngur.

Sveitin bíður nú upp á lagið Segðu mér satt af nýju plötunni frítt til niðurhals í takmarkaðan tíma.

SÆKJA LAG