Fréttir

Langar þig í miða á Bó og Bubba?

Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens munu halda sameignlega tónleika í Hörpu 5. apríl n.k. Þessir tveir mikilvirkustu og vinsælustu söngvarar landsins, sem stundum hafa eldað saman grátt silfur, munu slíðra sverðin og ganga til leiks í sameiginlegri ást sinni á tónlistinni, hvort heldur það eru dægurvísur, sveitasöngvar eða rokk og ról. Þeir munu syngja sín eigin lög og lög hvors annars og saman flytja marga eðalsteina úr söngbókinni. Meira
  • Frítt: Aðfangadagur dauða míns með Sign Rokksveitin Sign hefur sent frá sér nýtt jólalag sem nefnist Aðfangadagur dauða míns. Til að fagna jólunum býður sveitin upp á fría niðurhalningu á jólalaginu. Lagið er í nýrri útsetningu Sign en vísan sjálf er ævagömul og næstum því alveg gleymd.
  • Frítt! Valur Freyr gefur út sitt fyrsta lag Valur Freyr ( Hvanndal) gaf út á dögunum sitt fyrsta lag án Hvanndalsbræðra. Lagið er gamalt með Muse og heitir á íslensku Þú ert allt. Valur tók sér hlé frá Hvanndalsbræðrum til að sinna öðrum verkefnum og stefnir á að syngja meira í framtíðinni eftir að hafa lagt kjuðana á hilluna. Notendum Tónlist.is gefst nú kostur á að sækja lagið frítt
  • Jeff Beck í Vodafonehöllinni: Langar þig í miða? Goðsögnin og einn þekktasti rokkgítarleikari sögunnar, Jeff Beck, heldur tónleika í Vodafonehöllinni þann 27. júní næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi heimsþekkta gítargoðsögn spilar á Íslandi, og er sannkallaður hvalreki fyrir tónlistaráhugafólk.
  • Botnleðja gefur út safnplötu og heldur útgáfutónleika í Austurbæ Botnleðja er með líflegri og skemmtilegri jaðarsveitum síðustu áratuga og er það afar ánægjulegt fyrir Record Records að hlotnast þann heiður að gefa út fyrstu safnplötu sveitarinnar er nefnist Þegar öllu er á botninn hvolft.